Egill telur eitt og annað óljóst við bílatilboð Ástþórs Jakob Bjarnar skrifar 31. júlí 2024 16:41 Ástþór heldur því fram að það sé hægt að gera miklu betri kaup í Volvo rafbíl, bara ef menn versla við sig og Islandus Bíla en Egill segir ýmislegt fara á milli mála og hann efast reyndar um að um sambærilegan bíl sé að ræða og þann sem hann seldi Höllu Tómasdóttur og spúsa hennar. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær. Eins og lesendur vita varð uppi fótur og fit þegar fram kom að Halla Tómasdóttir, sem tekur við sem forseti Íslands á morgun, hefði ásamt spúsa sínum keypt Volvo rafbíl hjá Agli. Var tekin mynd af þeim verðandi forsetahjónum ásamt Agli við bílinn. Myndina birti Brimborg svo á Facebook-síðu sinni en varð að taka hana niður þegar Halla sagði að hún hefði ekki gefið leyfi fyrir því að mynd af henni yrði notuð í auglýsingaskyni. Framkvæmdastjóri Brimborgar sagði það rétt en forsetinn þyrfti að svara því til hvers hann hafi talið að myndin væri tekin? Hvað með rafbílastyrk ríkisins? Gerðar voru athugasemdir við afsláttarkjör sem Halla fékk. Og reyndar hefur verið tekist á um það hvort þessi bílakaup og umfjöllunin um þau varpi skugga á forsetakandídatinn. Í framhaldinu reið svo Ásþór Magnússon fram á sjónarsviðið og sagði þetta ekkert, hann biði upp á sambærilegan bíl á enn lægra verði. Vildi Ástþór meina að hann væri með, miðað við kjörin sem verðandi forseta byðist, með sama bíl með tvær milljónir króna í afslátt. Ekkert forsetabíla-hókuspókusprútt hér hjá mér, sagði Ástþór. Sem fór svo að tala um frið, við blaðamann Vísis. Egill vill hins vegar meina að þarna fari nú eitt og annað á milli mála. Svo sem: „Ekki kemur fram hjá Ástþóri, hvorki í frétt né auglýsingu, hvort hann hafi þegar dregið frá rafbílastyrk Orkusjóðs þegar hann tilgreinir verðið.“ Egill segir ekki um sömu tegund bíls að ræða Egill segir hefðbundið hjá Brimborg, og reyndar öðrum bílaumboðum, að tilgreina bæði töluna sem greiða þarf til umboðs og svo lægri tölu að teknu tilliti til styrks en viðskiptavinur þarf að sækja um styrkinn sjálfur. „Ég rakst á frétt á visir.is um tilboð sem fyrrum forsetaframbjóðandi býður á Volvo EX30 þar sem fullyrt er að um sama bíl sé að ræða og hjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason keyptu af Brimborg og að verðið sé 2 milljónum undir verði bílsins frá Brimborg. Þetta er rangt og ritstjórn visis hefur undir höndum þá bíltegund og útfærslu sem keypt var af Brimborg og þá aukahluti sem fylgdu,“ segir Egill. Hann segir jafnframt að sú gerð sem Ástþór auglýsir sé ódýrasta Core gerð en Brimborg sé með Ultra. Þá sé bíllinn sem Ástþór býður með minni rafhlöðu en sú sem Brimborg býður. „Og er ekki með þeim aukahlutum sem fylgdu bílnum frá Brimborg,“ segir Egill. Fimm ára ábyrgð, viðhald og öll þjónusta innifalin Hann bendir að auki á að ábyrgð bílsins er óljós. „Vitnað er í verksmiðjuábyrgð og enginn ábyrgðartími tilgreindur. Hjá Brimborg er ábyrgð bílsins 5 ár (lögbundin 2 ár og 3 ár að auki eða að 100.00 km).“ Auk þess er innifalið í verði Brimborgar er öll þjónusta og allt viðhald í 3 ár en verð Brimborgar miði við skráðan bil kominn á götuna.“ Agli finnst ekki sanngjarnt að Ástþór hafi ekki verið spurður ítarlega út í Volvó-bílinn sem hann vill selja meðan Brimborg hafi þurft að svara slíkum spurningum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Agli en án árangurs. Eins og fram hefur komið er Egill á hinum svokallaða Smiðjulista, það eru þeir sem Halla vill bjóða sérstaklega til athafnarinnar þegar hún tekur við embættinu. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Bílar Vistvænir bílar Tengdar fréttir Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00 Halla verði að upplýsa um bílakaupin Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. 27. júlí 2024 21:30 Málið óheppilegt og mjög klaufalegt Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst. 26. júlí 2024 20:36 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Eins og lesendur vita varð uppi fótur og fit þegar fram kom að Halla Tómasdóttir, sem tekur við sem forseti Íslands á morgun, hefði ásamt spúsa sínum keypt Volvo rafbíl hjá Agli. Var tekin mynd af þeim verðandi forsetahjónum ásamt Agli við bílinn. Myndina birti Brimborg svo á Facebook-síðu sinni en varð að taka hana niður þegar Halla sagði að hún hefði ekki gefið leyfi fyrir því að mynd af henni yrði notuð í auglýsingaskyni. Framkvæmdastjóri Brimborgar sagði það rétt en forsetinn þyrfti að svara því til hvers hann hafi talið að myndin væri tekin? Hvað með rafbílastyrk ríkisins? Gerðar voru athugasemdir við afsláttarkjör sem Halla fékk. Og reyndar hefur verið tekist á um það hvort þessi bílakaup og umfjöllunin um þau varpi skugga á forsetakandídatinn. Í framhaldinu reið svo Ásþór Magnússon fram á sjónarsviðið og sagði þetta ekkert, hann biði upp á sambærilegan bíl á enn lægra verði. Vildi Ástþór meina að hann væri með, miðað við kjörin sem verðandi forseta byðist, með sama bíl með tvær milljónir króna í afslátt. Ekkert forsetabíla-hókuspókusprútt hér hjá mér, sagði Ástþór. Sem fór svo að tala um frið, við blaðamann Vísis. Egill vill hins vegar meina að þarna fari nú eitt og annað á milli mála. Svo sem: „Ekki kemur fram hjá Ástþóri, hvorki í frétt né auglýsingu, hvort hann hafi þegar dregið frá rafbílastyrk Orkusjóðs þegar hann tilgreinir verðið.“ Egill segir ekki um sömu tegund bíls að ræða Egill segir hefðbundið hjá Brimborg, og reyndar öðrum bílaumboðum, að tilgreina bæði töluna sem greiða þarf til umboðs og svo lægri tölu að teknu tilliti til styrks en viðskiptavinur þarf að sækja um styrkinn sjálfur. „Ég rakst á frétt á visir.is um tilboð sem fyrrum forsetaframbjóðandi býður á Volvo EX30 þar sem fullyrt er að um sama bíl sé að ræða og hjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason keyptu af Brimborg og að verðið sé 2 milljónum undir verði bílsins frá Brimborg. Þetta er rangt og ritstjórn visis hefur undir höndum þá bíltegund og útfærslu sem keypt var af Brimborg og þá aukahluti sem fylgdu,“ segir Egill. Hann segir jafnframt að sú gerð sem Ástþór auglýsir sé ódýrasta Core gerð en Brimborg sé með Ultra. Þá sé bíllinn sem Ástþór býður með minni rafhlöðu en sú sem Brimborg býður. „Og er ekki með þeim aukahlutum sem fylgdu bílnum frá Brimborg,“ segir Egill. Fimm ára ábyrgð, viðhald og öll þjónusta innifalin Hann bendir að auki á að ábyrgð bílsins er óljós. „Vitnað er í verksmiðjuábyrgð og enginn ábyrgðartími tilgreindur. Hjá Brimborg er ábyrgð bílsins 5 ár (lögbundin 2 ár og 3 ár að auki eða að 100.00 km).“ Auk þess er innifalið í verði Brimborgar er öll þjónusta og allt viðhald í 3 ár en verð Brimborgar miði við skráðan bil kominn á götuna.“ Agli finnst ekki sanngjarnt að Ástþór hafi ekki verið spurður ítarlega út í Volvó-bílinn sem hann vill selja meðan Brimborg hafi þurft að svara slíkum spurningum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Agli en án árangurs. Eins og fram hefur komið er Egill á hinum svokallaða Smiðjulista, það eru þeir sem Halla vill bjóða sérstaklega til athafnarinnar þegar hún tekur við embættinu.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Bílar Vistvænir bílar Tengdar fréttir Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00 Halla verði að upplýsa um bílakaupin Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. 27. júlí 2024 21:30 Málið óheppilegt og mjög klaufalegt Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst. 26. júlí 2024 20:36 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00
Halla verði að upplýsa um bílakaupin Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. 27. júlí 2024 21:30
Málið óheppilegt og mjög klaufalegt Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst. 26. júlí 2024 20:36