Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 12:04 Daníel Ágúst sómar sér vel í stúdíóinu. Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. „Okkur langaði að fanga þann einstaka anda sem þarna sveif yfir vötnum og kappkosta að koma honum til skila fyrir aðdáendur sveitarinnar,“ segir Stefán Hjörleifsson gítarleikari en hljómsveitin hefur einnig verið dugleg að birta myndir úr hljóðverinu og nærumhverfi þess á samfélagsmiðlum. Horfa má á tónlistarmyndbandið hér fyrir neðan. Klippa: Nýdönsk - Fullkomið farartæki Himinlifandi með aðstæðurnar „Það var alveg einstök upplifun að stíga inn í þessa veröld Peter Gabriel og vinna með hans fólki við tónlistarsköpun með þeirri upptökutækni sem hljóðverið býður upp og hentar okkur einstaklega vel,“ bætir Stefán við. „Hljóðverið var hannað með það fyrir augum að byggja frá grunni skapandi rými fyrir listamenn frá öllum heimshornum til að koma saman og búa til tónlist,“ segir Stefán. Peter Gabriel hafi einmitt látið hafa eftir sér að honum hafi oft fundist hefðbundin hljóðver dauðhreinsuð og skorta það andrúmsloft sem geti eflt listrænan frumleika. Eins og sjá má í myndbandinu þá er um einstakt rými að ræða þar sem hljómsveitin getur tekið upp lifandi flutning sem að sögn hentar Nýdönsk ákaflega vel. Hljóðverið skartar einstökum tækjakosti og hljóðfærum sem sum hver hafa verið notuð af þekktustu listamönnum heims í gegnum tíðina og þannig hefur hljóðverið átt sinn þátt í að skapa tónlistarsöguna. Meðal listamanna sem unnið hafa í Real World eru Tom Jones, Beyoncé, Harry Styles og íslensku listamennirnir Björk og Sigurrós. Það var Simon Whitehead sem gerði myndbandið, Katie May sá um hljóðvinnslu lagsins, Guðmundur Pétursson spilar á gítar og meðlimir Nýdönsk sjá um annan hljóðfæraleik og söng. Lag og texti er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Það er nóg framundan hjá Nýdönsk en í haust heldur hljómsveitin sína árlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 21. september og í Hofi Akureyri viku síðar. Miðasala er nú í fullum gangi. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Okkur langaði að fanga þann einstaka anda sem þarna sveif yfir vötnum og kappkosta að koma honum til skila fyrir aðdáendur sveitarinnar,“ segir Stefán Hjörleifsson gítarleikari en hljómsveitin hefur einnig verið dugleg að birta myndir úr hljóðverinu og nærumhverfi þess á samfélagsmiðlum. Horfa má á tónlistarmyndbandið hér fyrir neðan. Klippa: Nýdönsk - Fullkomið farartæki Himinlifandi með aðstæðurnar „Það var alveg einstök upplifun að stíga inn í þessa veröld Peter Gabriel og vinna með hans fólki við tónlistarsköpun með þeirri upptökutækni sem hljóðverið býður upp og hentar okkur einstaklega vel,“ bætir Stefán við. „Hljóðverið var hannað með það fyrir augum að byggja frá grunni skapandi rými fyrir listamenn frá öllum heimshornum til að koma saman og búa til tónlist,“ segir Stefán. Peter Gabriel hafi einmitt látið hafa eftir sér að honum hafi oft fundist hefðbundin hljóðver dauðhreinsuð og skorta það andrúmsloft sem geti eflt listrænan frumleika. Eins og sjá má í myndbandinu þá er um einstakt rými að ræða þar sem hljómsveitin getur tekið upp lifandi flutning sem að sögn hentar Nýdönsk ákaflega vel. Hljóðverið skartar einstökum tækjakosti og hljóðfærum sem sum hver hafa verið notuð af þekktustu listamönnum heims í gegnum tíðina og þannig hefur hljóðverið átt sinn þátt í að skapa tónlistarsöguna. Meðal listamanna sem unnið hafa í Real World eru Tom Jones, Beyoncé, Harry Styles og íslensku listamennirnir Björk og Sigurrós. Það var Simon Whitehead sem gerði myndbandið, Katie May sá um hljóðvinnslu lagsins, Guðmundur Pétursson spilar á gítar og meðlimir Nýdönsk sjá um annan hljóðfæraleik og söng. Lag og texti er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Það er nóg framundan hjá Nýdönsk en í haust heldur hljómsveitin sína árlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 21. september og í Hofi Akureyri viku síðar. Miðasala er nú í fullum gangi.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira