Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2024 12:13 Sprungur eru víða í Grindavík. Vísir/Arnar Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira