Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2024 11:22 Eliza kveður Bessastaði á morgun. Eliza Reid Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu