Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 08:01 Seth Rider fór sérstaka leið til að undirbúa sig fyrir sundið í Signu. Getty/Jan Woitas Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Sjá meira