Volaða þjóð? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. júlí 2024 09:01 Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur til dæmis 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eru þeir sem þar sitja einungis embættismenn sambandsins enda óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Með öðrum orðum er þannig afskaplega langur vegur frá því að Ísland sæti við sama borð og önnur ríki innan Evrópusambandsins og hvað þá að landið hefði sama vægi og Þýzkaland og Frakkland eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson hélt fram í grein á Eyjunni um síðustu helgi. Raunar nefndi hann Bretland einnig í þeim efnum sem gekk eins og kunnugt er úr sambandinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. Með öðrum orðum hefur Sigmundur greinilega ekki fylgst nógu vel með þróun mála í fyrirheitna landinu undanfarin ár. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Fram kemur í grein Sigmundar að svara verði „áköfu ákalli“ þjóðarinnar eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það sé Viðreisn að gera með áherzlu sinni á það að tekin verði skref í þá átt. Einhverra hluta vegna er flokkurinn þó góður ef hann mælist með 10% fylgi í skoðanakönnunum. Hvar er þá stóraukið fylgi eina flokksins sem leggur áherzlu á málið og var beinlínis stofnaður í kringum það? Á sama tíma stórjókst fylgi Samfylkingarinnar meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að ákveðið var að leggja áherzlu á málið til hliðar. Með áköfu ákalli vísar Sigmundur til skoðanakannana um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið. Þó þær hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta en andvíga inngöngu undanfarin misseri munar þar einungis 6,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á dögunum sem er merkilega lítið miðað við þær kjöraðstæður sem verið hafa fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Þá eru aðeins 19,5% aðspurðra mjög hlynntir sem eru þeir sem mögulega hafa uppi einhvers konar ákall, færri en eru mjög andvígir. Fyrir vikið virðist Sigmundur eitthvað óviss um það hvar hann hafi þjóðina í raun í þessum efnum. Síðar í greininni segir hann þannig að Íslendingar verði að „átta sig“ á stöðu mála. „Annað hvort eru þeir partur af Evrópu [lesist Evrópusambandinu] eða upp á sjálfa sig komnir.“ Agalegt fyrir þau vel yfir 150 ríki sem standa eins og Ísland utan sambandsins og fyrir vikið algerlega ein á báti. Við lok greinarinnar kallar Sigmundur Íslendinga síðan „volaða þjóð“ fyrir að vilji ekki þar inn. Þessa sömu og var með ákaft ákall í upphafi hennar. Kjósendur eru þegar við stjórnvölinn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er vitanlega þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða vitanlega engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta lagði til að mynda þing sambandsins sjálfs ítrekað áherzlu á þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi á sínum tíma: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það.“ Dræmur áhugi á inngöngu í Evrópusambandið er ekki aðeins skiljanlegur í ljósi þess að vægi Íslands yrði lítið sem ekkert innan sambandsins heldur einnig og ekki síður til að mynda með tilliti til lokamarksmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi. Að til verði evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá veru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem mynduð er meðal annars af þýzkum systurflokkum Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hitt er svo annað mál að það er alveg rétt hjá Sigmundi að aðild Íslands að EES-samningnum er engan veginn ásættanleg þó hún sé langtum skárri en innganga í Evrópusambandið. Lausnin í þeim efnum er þó ekki að fara úr öskunni í eldinn heldur þvert á móti að endurheimta þau völd yfir íslenzkum málum sem framseld hafa verið til sambandsins í gegnum samninginn og skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Þar á meðal og ekki sízt Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur til dæmis 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eru þeir sem þar sitja einungis embættismenn sambandsins enda óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Með öðrum orðum er þannig afskaplega langur vegur frá því að Ísland sæti við sama borð og önnur ríki innan Evrópusambandsins og hvað þá að landið hefði sama vægi og Þýzkaland og Frakkland eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson hélt fram í grein á Eyjunni um síðustu helgi. Raunar nefndi hann Bretland einnig í þeim efnum sem gekk eins og kunnugt er úr sambandinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. Með öðrum orðum hefur Sigmundur greinilega ekki fylgst nógu vel með þróun mála í fyrirheitna landinu undanfarin ár. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Fram kemur í grein Sigmundar að svara verði „áköfu ákalli“ þjóðarinnar eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það sé Viðreisn að gera með áherzlu sinni á það að tekin verði skref í þá átt. Einhverra hluta vegna er flokkurinn þó góður ef hann mælist með 10% fylgi í skoðanakönnunum. Hvar er þá stóraukið fylgi eina flokksins sem leggur áherzlu á málið og var beinlínis stofnaður í kringum það? Á sama tíma stórjókst fylgi Samfylkingarinnar meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að ákveðið var að leggja áherzlu á málið til hliðar. Með áköfu ákalli vísar Sigmundur til skoðanakannana um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið. Þó þær hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta en andvíga inngöngu undanfarin misseri munar þar einungis 6,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á dögunum sem er merkilega lítið miðað við þær kjöraðstæður sem verið hafa fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Þá eru aðeins 19,5% aðspurðra mjög hlynntir sem eru þeir sem mögulega hafa uppi einhvers konar ákall, færri en eru mjög andvígir. Fyrir vikið virðist Sigmundur eitthvað óviss um það hvar hann hafi þjóðina í raun í þessum efnum. Síðar í greininni segir hann þannig að Íslendingar verði að „átta sig“ á stöðu mála. „Annað hvort eru þeir partur af Evrópu [lesist Evrópusambandinu] eða upp á sjálfa sig komnir.“ Agalegt fyrir þau vel yfir 150 ríki sem standa eins og Ísland utan sambandsins og fyrir vikið algerlega ein á báti. Við lok greinarinnar kallar Sigmundur Íslendinga síðan „volaða þjóð“ fyrir að vilji ekki þar inn. Þessa sömu og var með ákaft ákall í upphafi hennar. Kjósendur eru þegar við stjórnvölinn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er vitanlega þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða vitanlega engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta lagði til að mynda þing sambandsins sjálfs ítrekað áherzlu á þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi á sínum tíma: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það.“ Dræmur áhugi á inngöngu í Evrópusambandið er ekki aðeins skiljanlegur í ljósi þess að vægi Íslands yrði lítið sem ekkert innan sambandsins heldur einnig og ekki síður til að mynda með tilliti til lokamarksmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi. Að til verði evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá veru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem mynduð er meðal annars af þýzkum systurflokkum Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hitt er svo annað mál að það er alveg rétt hjá Sigmundi að aðild Íslands að EES-samningnum er engan veginn ásættanleg þó hún sé langtum skárri en innganga í Evrópusambandið. Lausnin í þeim efnum er þó ekki að fara úr öskunni í eldinn heldur þvert á móti að endurheimta þau völd yfir íslenzkum málum sem framseld hafa verið til sambandsins í gegnum samninginn og skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Þar á meðal og ekki sízt Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar