Anton Sveinn hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir lokasundið á ÓL: „Guðirnir öfunda okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2024 21:09 Anton Sveinn McKee hélt innblásna ræðu eftir að hafa synt í síðasta sinn á Ólympíuleikum. getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir að hafa synt í undanúrslitum í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira