Anton Sveinn hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir lokasundið á ÓL: „Guðirnir öfunda okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2024 21:09 Anton Sveinn McKee hélt innblásna ræðu eftir að hafa synt í síðasta sinn á Ólympíuleikum. getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir að hafa synt í undanúrslitum í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira