FM Belfast fékk blessun Greifanna fyrir síðsumarsmelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2024 15:00 FM Belfast er þekkt fyrir einstakt stuð á tónleikum sínum. Sigrún Halla Unnarsdóttir Gleðigjafarnir í FM Belfast gáfu í dag út nýtt lag, en um er að ræða ábreiðu af einu frægasta lagi Greifanna, Útihátíð. Lagið kom út árið 1986 og hefur allar götur síðan verið stór hluti af sumarstemningunni á Íslandi. Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira