Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, er þar með ekki enn búinn að ná að vinna leik síðan að hann tók við sem þjálfari Vesturbæjarliðsins.
KR liðið lék líka án sigurs í þremur síðustu leikjum sínum undir stjórn forvera hans Gregg Ryder.
KR-ingar fögnuðu síðast sigri í leik á móti FH í Kaplakrika en hann fór fram 20. maí síðastliðinn.
Síðan eru liðnir sjötíu dagar og það verða liðnir 79 dagar frá sigrinum þegar KR spilar næst á móti HK 7. ágúst næstkomandi.
Frá því að deildin varð fyrst að tíu liða deild sumarið 1977 þá hafa KR-ingar aðeins einu sinni leikið fleiri leiki í röð á einu tímabili án þess að vinna.
Sumarið 1981 lék KR tólf leiki í röð án sigurs frá maí til ágúst.
KR-ingar féllu aftur á móti þegar þeir léku síðast níu leiki í röð án sigurs en það var sumarið 1977. KR lék níu leiki í röð án sigurs frá júní til ágúst 1977.
Þetta er næstlengsta bið eftir sigri í dögum talið. Því liðið beið í 90 daga eftir sigri sumarið 1981.
-
Flestir leikir í röð hjá KR án sigurs í nútímafótbolta (1977-2024):
- 12 leikir - maí til ágúst 1981 (5 jafntefli, 7 töp)
- 9 leikir - júní til ágúst 1977 (1 jafntefli, 8 töp)
- 9 leikir - maí til ágúst 2024 (5 jafntefli, 4 töp)
- 7 leikir - júní til júlí 1983 (5 jafntefli, 2 töp)
- 7 leikir - maí ti júlí 20071 (1 jafntefli, 6 töp)
- -
-
Flestir dagar milli KR sigra á tímabili í nútímafótbolta:
- 90 dagar - 1981
- 79 dagar - 2024 (fram að næsta leik)
- 75 dagar - 2007
- 65 dagar - 1977