Gera bíómynd um deilu Roy Keane og Mick McCarthy fyrir HM 2002 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2024 13:09 Fræg ljósmynd af Mick McCarthy og Roy Keane á eyjunni Saipan. getty/Andrew Paton Kvikmynd um uppákomuna á HM 2002, þegar Roy Keane yfirgaf herbúðir írska fótboltalandsliðsins, verður frumsýnd næsta sumar. Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna. Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna.
Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira