Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 12:09 Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Sjá meira
Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Sjá meira