Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2024 20:05 Herjólfur að koma inn I Landeyjahöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda