Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppni bikarsins og Dagur kom Orlando yfir strax á sjöundu mínútu.
Facundo Torres bætti öðru marki liðsins við á 37. mínútu áður en Ramiro Enrique sá til þess að Orlando fór með 3-0 forystu inn í hálfleikinn.
Það var svo Martin Ojeda sem skoraði fjórða og síðasta mark Orlando-liðsins á 57. mínútu, en Josef Martinez minnkaði muninn fyrir Montreal á 69. mínútu áður en hann klikkaði svo á vítaspyrnu fimm mínútum síðar.
Niðurstaðan því 4-1 sigur Orlando sem er með þrjú stig eftir einn leik, en Montreal er enn án stiga.
Dagur Thorhallsson.💥@OrlandoCitySC take an early lead to kick off #LeaguesCup2024.
— Major League Soccer (@MLS) July 27, 2024
📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/R5qdcQOnc3 pic.twitter.com/mAkIxRlg0b