Anton kom í mark á tímanum 1:00,62, sem er aðeins 0,41 sekúndu frá Íslandsmeti hans sem er 1:00,21.
Hann hóf sundið vel og var með forystuna þegar keppendur snéru við. Hann hélt forystunni út allt sundið og fagnaði því að lokum sigri í undanriðlinum.
Tími Antons dugar þó ekki til að koma honum inn í undanúrslitin og endar hann í 25. sæti, en aðeins 16 keppendur komast áfram úr undanriðlinum. Anton hefur þó ekki lokið keppni því hann keppir einnig í 200 metra bringusundi næstkomandi þriðjudag.