„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 20:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fer tómhentur heim af Kópavogsvelli. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira