Hass, rokk og hóstasaft Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 14:36 „Mankind is unkind, man.“ Weedeater leika alla sína helstu slagara á sunnudagskvöld. Scott Kinkade Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira