Theódór Elmar óttast krossbandsslit: „Vona það besta en hræddur um það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2024 09:51 Theódór Elmar Bjarnason óttast að ferlinum sé lokið. Vísir/Anton Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur. Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur.
Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira