Stýrivextir verða að lækka Fjóla Einarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar