„Hvað ertu að gera í þessum karlrembuflokki?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2024 11:42 Guðrún hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sé karlrembuflokkur en um það er hún oft spurð. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er gestur Einar Bárðarsonar í nýjasta þættinum hans af Einmitt. Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki en hún segir á móti ekkert skilja í því hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé slíkur flokkur. Guðrún og Einar ræða í afar athyglisverðu spjalli nokkur þeirra mála sem hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri svo sem ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengis og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár. Eftir að hafa rætt uppvaxtar- og námsár Guðrúnar, en þar kemur fram að Aldís eldri systir Guðrúnar hafi um árabil verið bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn bróðir hennar fór norður til Akureyrar í Menntaskólans, en mamma þeirra vildi ekki missa Guðrúnu þangað líka þannig að hún fór í í Fjölbrautaskóla Suðurlands, berst talið að lykilmáli því sem Guðrún hefur verið að fást við. Útlendingamálin? Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu,“ segir Guðrún um málefni erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum sem hún hefur nú unnið hörðum höndum að. Jón Gunnarsson þótti vaskur í dómsmálaráðuneytinu. Guðrún sótti mjög fast að staðið yrði við það að hún yrði ráðherra og það varð á endanum svo. Hún segir erfitt að vísa fólk af landi brott en gæta verði jafnræðis gagnvart lögum.vísir/vilhelm Guðrún fer yfir umsóknir um alþjóðlegra vernd sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Hún segir samfélagið ekki ráða ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. „Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggða á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún. Og hún bætir við: „Ég hef lagt áherslu á það að eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.“ Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur Þegar umræðan berst að fallvöltu gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún niðurstöður skoðanakannanna óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans skilgreina flokkinn. fulltrúar flokksins verði að stíga fastar inn þar. Þessu verði að snúa við. Guðrún segir stöðu Sjálfstæðisflokksins, sé litið til skoðanakannana, algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Guðrún nefnir ótal atriði máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembu flokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati. „Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stiginn hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt Sjálfstæðismanna.” Og Guðrún heldur áfram á þessum nótum. „Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjá konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn eru jafnt kynjahlutfall.” Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér http://bit.ly/3AuejEW Samfélagsmiðlar Hælisleitendur Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki en hún segir á móti ekkert skilja í því hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé slíkur flokkur. Guðrún og Einar ræða í afar athyglisverðu spjalli nokkur þeirra mála sem hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri svo sem ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengis og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár. Eftir að hafa rætt uppvaxtar- og námsár Guðrúnar, en þar kemur fram að Aldís eldri systir Guðrúnar hafi um árabil verið bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn bróðir hennar fór norður til Akureyrar í Menntaskólans, en mamma þeirra vildi ekki missa Guðrúnu þangað líka þannig að hún fór í í Fjölbrautaskóla Suðurlands, berst talið að lykilmáli því sem Guðrún hefur verið að fást við. Útlendingamálin? Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu,“ segir Guðrún um málefni erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum sem hún hefur nú unnið hörðum höndum að. Jón Gunnarsson þótti vaskur í dómsmálaráðuneytinu. Guðrún sótti mjög fast að staðið yrði við það að hún yrði ráðherra og það varð á endanum svo. Hún segir erfitt að vísa fólk af landi brott en gæta verði jafnræðis gagnvart lögum.vísir/vilhelm Guðrún fer yfir umsóknir um alþjóðlegra vernd sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Hún segir samfélagið ekki ráða ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. „Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggða á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún. Og hún bætir við: „Ég hef lagt áherslu á það að eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.“ Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur Þegar umræðan berst að fallvöltu gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún niðurstöður skoðanakannanna óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans skilgreina flokkinn. fulltrúar flokksins verði að stíga fastar inn þar. Þessu verði að snúa við. Guðrún segir stöðu Sjálfstæðisflokksins, sé litið til skoðanakannana, algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Guðrún nefnir ótal atriði máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembu flokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati. „Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stiginn hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt Sjálfstæðismanna.” Og Guðrún heldur áfram á þessum nótum. „Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjá konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn eru jafnt kynjahlutfall.” Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér http://bit.ly/3AuejEW
Samfélagsmiðlar Hælisleitendur Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira