„Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 13:31 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leik kvöldsins en vill fá sína menn tilbúna til leiks. Vísir/Arnar Stjörnumenn mæta eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Úrslitin gætu ráðið miklu um útkomu einvígsins. Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira
Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30