Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 12:09 Arnar segir þörf á heilindum í íslenskum stjórnmálum. Aðsend Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, íhugar að stofna stjórnmálaflokk. Hann segir stjórnarflokkana orðna viðskila við hugsjónir sínar og að þörf sé á heilindum í íslenskum stjórnmálum. Arnar segist nýverið hafa rætt við fjölda fólks úr ýmsum áttum um stofnun nýs flokks. Flokks sem að hans sögn stæði vörð um góðar hugsjónir um lýðræði og frelsi og seldi ekki sálina í sér fyrir völd, sem hann vænir stjórnarflokkana um. Heimilin grilluð á teini „Ég held að þessir flokkar, og því miður þingmennirnir okkar, séu upp til hópa búnir að tapa áttum. Það er hver og einn að verja sig, trana sér áfram í þessari pólitík, búa sér til pólitískan feril og tryggja sína hagsmuni. Vandamálið er að það virðist vera á kostnað okkar sem búum í þessu landi,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert eðlilegt við það að bankarnir hérlendis fitni um þúsundir milljóna á ári á meðan heimili landsins og fyrirtæki eru grilluð á teini í verðbólgu- og vaxtaokri,“ segir Arnar. Ákvörðun liggi fyrir í ágúst Aðspurður gefur Arnar lítið fyrir þá hugmynd að með stofnun nýs flokks dreifi hann atkvæðum skoðanabræðra sinna. „Ég á skoðanabræður í mörgum flokkum. Ég veit það því þeir hafa komið og rætt við mig. Þetta snýst í mínum huga um að verja okkur og verja landið okkar fyrir ásælni risafyrirtækja og risastórra hagsmunaaðila,“ segir Arnar. Hann segir að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi um miðjan ágúst en hann fer erlendis að njóta sumarfrísins í millitíðinni. Hann kveðst ætla að nota þann tíma til að komast að niðurstöðu um hvort verði af stofnun flokksins. Arnar vill fara hina leiðina Arnar segist sjá tækifæri. Hann skynji að fólk vilji alvöru breytingar. Hann sparar ekki orðin. „Það er ögurstund að renna upp á heimsvísu. Við erum mögulega á bjargbrún þriðju heimsstyrjaldarinnar. Við erum týnd. Ekki bara Íslendingar, heldur aðrar þjóðir. Við erum villuráfandi og siðferðilega gjaldþrota,“ segir Arnar. Hann heldur áfram. „Við búum í sálarlausu samfélagi. Það er allt tignað í hinum vestræna heimi sem heitir efni og peningar. Andinn er algjörlega vanræktur. Fólk er þunglynt, kvíðið, félagslega einangrað. Stór hluti fólks glímir við alls konar andleg vandamál. Ég ætla að fara hina leiðina. Ég ætla ekki að selja sálu mína fyrir völd,“ segir Arnar. Stormurinn fari að bresta á Arnar vænir ráðandi öfl í íslenskum stjórnmálum um að fórna hugsjónum sínum fyrir aðgang að valdastólum. Íslendingar séu að verða afhuga af hefðbundinni stjórnmálaumræðu og Arnar kveðst hafa misst trúna á stjórnarflokkunum. Vert er að taka fram að Arnar var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa höggvið sjálfan sig af rótinni. Tré sem búið er að höggva á rótinni getur staðið í einhvern tíma en það fellur í næsta stormi og stormurinn er að fara að bresta á,“ segir Arnar. „Ég skora á alla sem vilja taka þátt í pólitísku starfi af heilindum og án þess að þurfa að selja samvisku sína og sannfæringu að hafa samband við mig og ræða þá möguleika sem eru í stöðunni með opnum huga,“ segir Arnar að lokum. Nokkur nöfn komi til greina Arnar segir nokkur nöfn vera á flugi á flokkinn nýja. Meðal þeirra sé Auðlindaflokkurinn. „Það nafn skírskotar til þess að við þurfum að standa vörð um auðlindir til lands og sjávar en líka auðlindirnar sem eru í fólkinu í landinu. Við megum ekki láta gerast að börnin læri ekki lesa og komist ekki inn á vinnumarkað. Það þarf að rækta fólkið í landinu. Það er okkar dýrmætasta auðlind,“ segir Arnar. Alþingi Lýðræðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Arnar segist nýverið hafa rætt við fjölda fólks úr ýmsum áttum um stofnun nýs flokks. Flokks sem að hans sögn stæði vörð um góðar hugsjónir um lýðræði og frelsi og seldi ekki sálina í sér fyrir völd, sem hann vænir stjórnarflokkana um. Heimilin grilluð á teini „Ég held að þessir flokkar, og því miður þingmennirnir okkar, séu upp til hópa búnir að tapa áttum. Það er hver og einn að verja sig, trana sér áfram í þessari pólitík, búa sér til pólitískan feril og tryggja sína hagsmuni. Vandamálið er að það virðist vera á kostnað okkar sem búum í þessu landi,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert eðlilegt við það að bankarnir hérlendis fitni um þúsundir milljóna á ári á meðan heimili landsins og fyrirtæki eru grilluð á teini í verðbólgu- og vaxtaokri,“ segir Arnar. Ákvörðun liggi fyrir í ágúst Aðspurður gefur Arnar lítið fyrir þá hugmynd að með stofnun nýs flokks dreifi hann atkvæðum skoðanabræðra sinna. „Ég á skoðanabræður í mörgum flokkum. Ég veit það því þeir hafa komið og rætt við mig. Þetta snýst í mínum huga um að verja okkur og verja landið okkar fyrir ásælni risafyrirtækja og risastórra hagsmunaaðila,“ segir Arnar. Hann segir að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi um miðjan ágúst en hann fer erlendis að njóta sumarfrísins í millitíðinni. Hann kveðst ætla að nota þann tíma til að komast að niðurstöðu um hvort verði af stofnun flokksins. Arnar vill fara hina leiðina Arnar segist sjá tækifæri. Hann skynji að fólk vilji alvöru breytingar. Hann sparar ekki orðin. „Það er ögurstund að renna upp á heimsvísu. Við erum mögulega á bjargbrún þriðju heimsstyrjaldarinnar. Við erum týnd. Ekki bara Íslendingar, heldur aðrar þjóðir. Við erum villuráfandi og siðferðilega gjaldþrota,“ segir Arnar. Hann heldur áfram. „Við búum í sálarlausu samfélagi. Það er allt tignað í hinum vestræna heimi sem heitir efni og peningar. Andinn er algjörlega vanræktur. Fólk er þunglynt, kvíðið, félagslega einangrað. Stór hluti fólks glímir við alls konar andleg vandamál. Ég ætla að fara hina leiðina. Ég ætla ekki að selja sálu mína fyrir völd,“ segir Arnar. Stormurinn fari að bresta á Arnar vænir ráðandi öfl í íslenskum stjórnmálum um að fórna hugsjónum sínum fyrir aðgang að valdastólum. Íslendingar séu að verða afhuga af hefðbundinni stjórnmálaumræðu og Arnar kveðst hafa misst trúna á stjórnarflokkunum. Vert er að taka fram að Arnar var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa höggvið sjálfan sig af rótinni. Tré sem búið er að höggva á rótinni getur staðið í einhvern tíma en það fellur í næsta stormi og stormurinn er að fara að bresta á,“ segir Arnar. „Ég skora á alla sem vilja taka þátt í pólitísku starfi af heilindum og án þess að þurfa að selja samvisku sína og sannfæringu að hafa samband við mig og ræða þá möguleika sem eru í stöðunni með opnum huga,“ segir Arnar að lokum. Nokkur nöfn komi til greina Arnar segir nokkur nöfn vera á flugi á flokkinn nýja. Meðal þeirra sé Auðlindaflokkurinn. „Það nafn skírskotar til þess að við þurfum að standa vörð um auðlindir til lands og sjávar en líka auðlindirnar sem eru í fólkinu í landinu. Við megum ekki láta gerast að börnin læri ekki lesa og komist ekki inn á vinnumarkað. Það þarf að rækta fólkið í landinu. Það er okkar dýrmætasta auðlind,“ segir Arnar.
Alþingi Lýðræðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda