„Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 12:20 Framkvæmdir í bænum munu hefjast eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Arnar Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira