Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 11:21 Sema Erla Serdaroglu er formaður Solaris, en stjórn samtakanna hefur lagt fram kæru vegna orða Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum annars vegar, og Solaris-samtökin hins vegar. Vilhelm/Arnar Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau telji að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum. Samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga. Hnefinn sé það eina sem virkar Ummælin sem um ræðir lét hann annars vegar falla í samtali við fréttastofu Vísis þegar eftirfarandi var haft eftir honum: „Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.“ Þá kæra samtökin ummæli sem hann lét falla í lokaðri Facebook færslu á föstudaginn, fyrir ummæli sem snúa að innflytjendum og flóttafólki frá Mið-Auturlöndum, þegar hann sagði eftirfarandi: „Þessi lögmaður, sem mun vera sonur Svandísar Svavarsdóttur ráðherra VG, virðist kippa í kynið varðandi afstöðu til innflytjendamála og mun, samkvæmt því sem mér er sagt, hafa afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu fyrir eða í kring um innflytjendamál þar á meðal í þágu Solaris sem berst hörðum höndum fyrir nær óheftum aðgangi fólks frá miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Sömu ummæli kærir stjórn Solaris sem ummæli sem snúa að Solaris samtökunum. „Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir í kæru Solaris. „Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ segir jafnframt í kærunni. Ummælin ýti undir fordóma Í kærunni sjálfri, sem fréttastofa hefur undir höndum, rökstyður stjórn Solaris kæruna með því að segja Helga gera fólki frá Mið-Austurlöndum upp ofbeldismenningu og aðra óásættanlega háttsemi. Í ummælunum vísar hann til leigubílstjóra af erlendum uppruna, og saka samtökin hann um að alhæfa um hóp fólks á skaðlegan hátt. Í seinni ummælunum er Helgi sagður dylgja um tengsl einstaklinga frá Miðausturlöndum við öfga- og hryðjuverkasamtök. Þar taki hann sérstaklega fyrir sama hóp og áður og alhæfi um hann á neikvæðan hátt sem ýti undir andúð, fordóma og hatur í garð jaðarsetts hóps. Í þeim er Helgi einnig sakaður um að dylgja um að samtökin, tengist með einhverjum hætti einstaklingum sem hafa tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök. Hann búi vísvitandi til neikvæð hugrenningatengsl á milli Solaris, fólks frá Mið-Austurlöndum og öfga- og hryðjuverkastarfsemi. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Dómsmál Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau telji að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum. Samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga. Hnefinn sé það eina sem virkar Ummælin sem um ræðir lét hann annars vegar falla í samtali við fréttastofu Vísis þegar eftirfarandi var haft eftir honum: „Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.“ Þá kæra samtökin ummæli sem hann lét falla í lokaðri Facebook færslu á föstudaginn, fyrir ummæli sem snúa að innflytjendum og flóttafólki frá Mið-Auturlöndum, þegar hann sagði eftirfarandi: „Þessi lögmaður, sem mun vera sonur Svandísar Svavarsdóttur ráðherra VG, virðist kippa í kynið varðandi afstöðu til innflytjendamála og mun, samkvæmt því sem mér er sagt, hafa afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu fyrir eða í kring um innflytjendamál þar á meðal í þágu Solaris sem berst hörðum höndum fyrir nær óheftum aðgangi fólks frá miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Sömu ummæli kærir stjórn Solaris sem ummæli sem snúa að Solaris samtökunum. „Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir í kæru Solaris. „Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ segir jafnframt í kærunni. Ummælin ýti undir fordóma Í kærunni sjálfri, sem fréttastofa hefur undir höndum, rökstyður stjórn Solaris kæruna með því að segja Helga gera fólki frá Mið-Austurlöndum upp ofbeldismenningu og aðra óásættanlega háttsemi. Í ummælunum vísar hann til leigubílstjóra af erlendum uppruna, og saka samtökin hann um að alhæfa um hóp fólks á skaðlegan hátt. Í seinni ummælunum er Helgi sagður dylgja um tengsl einstaklinga frá Miðausturlöndum við öfga- og hryðjuverkasamtök. Þar taki hann sérstaklega fyrir sama hóp og áður og alhæfi um hann á neikvæðan hátt sem ýti undir andúð, fordóma og hatur í garð jaðarsetts hóps. Í þeim er Helgi einnig sakaður um að dylgja um að samtökin, tengist með einhverjum hætti einstaklingum sem hafa tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök. Hann búi vísvitandi til neikvæð hugrenningatengsl á milli Solaris, fólks frá Mið-Austurlöndum og öfga- og hryðjuverkastarfsemi.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Dómsmál Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira