Íslenski Svíinn á ÓL: Talar um tárin í Tókýó og elskar að láta finna fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 08:30 Kristín Þorleifsdóttir fagnar marki með sænska landsliðinu. Hún spilar nánast bara vörnina en fær stundum að fara í sóknina í hraðaupphlaupum. EPA-EFE/Adam Ihse Íslensku handboltalandsliðin komust ekki á Ólympíuleikana í París en við Íslendingar eigum engu að síður smá í einum leikmanni á leikunum. Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira