Kourani tekur upp íslenskt nafn Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. júlí 2024 15:11 Ekki liggur fyrir hvað Mohamad, áður Kourani en nú Th. Jóhannesson, gengur til með nafnabreytingunni. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Hann vill fella niður nafnið Kourani og taka upp millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson. Sýrlendingurinn Kourani hefur þegar fengið breytinguna í gegn hjá Þjóðskrá. Þar finnst enginn Mohamad Kourani lengur heldur Mohamad Thor Jóhannesson. Mbl greindi fyrst frá. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvers vegna hinn 31 árs gamli Mohamad valdi nöfnin Thor og Jóhannesson. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar bera nöfnin en þó enginn bæði, fyrr en nú. Mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, hafa vakið mikla athygli hér á landi. Hann var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri ofbeldisbrot. Fórnarlamb í manndrápstilraunarmálinu lýsti því hvernig fjölskylda hans hefði flúið land. Þá væri hann viss um að Mohamad myndi reyna að drepa barnið sitt ef hann kæmist úr fangelsi. Sjálfur sagðist Mohamad ekki vera ógnandi maður heldur venjulegur maður. Ef honum yrði haldið í fangelsi yrðu þó vandamál. Vararíkissaksóknari hefur lýst ítrekuðum hótunum af hendi hans og þá hefur hann samkvæmt heimildum fréttastofu hringt ógnandi símtöl í blaðamenn vegna umfjöllunar um mál hans. Mohamad hafði áður hlotið fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ýmis brot önnur. Mohamad situr inni á Litla-Hrauni sem stendur en hann hefur áfrýjað báðum dómum til Landsréttar. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd ef fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sýrlendingurinn Kourani hefur þegar fengið breytinguna í gegn hjá Þjóðskrá. Þar finnst enginn Mohamad Kourani lengur heldur Mohamad Thor Jóhannesson. Mbl greindi fyrst frá. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvers vegna hinn 31 árs gamli Mohamad valdi nöfnin Thor og Jóhannesson. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar bera nöfnin en þó enginn bæði, fyrr en nú. Mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, hafa vakið mikla athygli hér á landi. Hann var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri ofbeldisbrot. Fórnarlamb í manndrápstilraunarmálinu lýsti því hvernig fjölskylda hans hefði flúið land. Þá væri hann viss um að Mohamad myndi reyna að drepa barnið sitt ef hann kæmist úr fangelsi. Sjálfur sagðist Mohamad ekki vera ógnandi maður heldur venjulegur maður. Ef honum yrði haldið í fangelsi yrðu þó vandamál. Vararíkissaksóknari hefur lýst ítrekuðum hótunum af hendi hans og þá hefur hann samkvæmt heimildum fréttastofu hringt ógnandi símtöl í blaðamenn vegna umfjöllunar um mál hans. Mohamad hafði áður hlotið fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ýmis brot önnur. Mohamad situr inni á Litla-Hrauni sem stendur en hann hefur áfrýjað báðum dómum til Landsréttar. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd ef fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30