Sá heitir Caleb Wiley og er vinstri bakvörður frá Bandaríkjunum. Hann er 19 ára gamall og kaupir Chelsea hann frá liði Atlanta United í MLS-deildinni vestanhafs.
Wiley skrifar undir sex ára samning með möguleika á árs framlengingu.
Wiley hefur verið fastamaður hjá Atlanta liðinu þrátt fyrir ungan aldur og færir sig nú til Lundúna. Hann mætir þó ekki til æfinga með þeim bláklæddi fyrr en eftir Ólympíuleika, hvar hann er staddur með bandaríska landsliðinu.