Úr skúrnum á Ólympíuleika: „Laugin löngu farin á haugana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein þeirra Íslendinga sem býr sig undir Ólympíuleikana í París sem verða settir á föstudaginn næsta. Það hefur gengi á ýmsu hjá henni. Valur Páll Eiríksson settist niður með Guðlaugu á dögunum. Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Þríþraut Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sjá meira
Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan.
Þríþraut Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sjá meira