Keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum 58 ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 14:01 Zhiying Zeng sýnir það að aldrei eru of seint að byrja að elta draumana sína. Getty/Ezra Shaw/ Hún hætti að keppa í íþróttinni sinni árið 1986 en sneri óvænt aftur og vann sér sæti á Ólympíuleikunum árið 2024. Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár. Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira
Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár.
Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira