„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 20:00 Grunnvatnsstaðan er ekki góð í landi Jóns Árna. Jón Árni Þórisson Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. „Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“ Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
„Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“
Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52
Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00