„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 20:00 Grunnvatnsstaðan er ekki góð í landi Jóns Árna. Jón Árni Þórisson Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. „Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“ Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
„Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“
Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52
Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00