Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 09:17 Búist er við gosi á næstu vikum. vísir/vilhelm Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38