Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 20:39 Mikil uppbygging fer fram á Hvanneyri í Borgarbyggð. Stöð 2 Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu. Borgarbyggð Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu.
Borgarbyggð Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira