Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 13:01 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“ Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
„Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu 19. júlí 2024 21:02
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13
Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31