Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 11:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06