Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:00 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bendir fólki sem býr á Sævarhöfða á tjaldsvæði í grennd við borgina. Arnar/Vilhelm „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“ Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira