„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hvenær“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 14:43 Ungur maður frá Akureyri hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Hann segist vonast til að lifa biðina af. Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunnars Ingi Valgeirssonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04
„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46