Innlent

Við­gerðir á meðan búist er við gosi og skötuveisla um hásumar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Hefja á viðgerðir á götum í Grindavík á næstu dögum þrátt fyrir að búist sé við gosi á allra næstu vikum og þá jafnvel innan bæjarins. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2, kynnum okkur fyrirhugaðar framkvæmdir og ræðum við jarðfræðing.

Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga og síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Við heyrum í sérfræðingi sem segir brýnt að snúa þróuninni við vilji Íslendingar viðhalda sterku velferðarkerfi og ræðum við stjórnarþingmann um mögulegar aðgerðir.

Klippa: Kvöldfréttir 17. júlí 2024

Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Við förum yfir þróunina og ræðum við hagfræðing sem segir stöðuna sérstaka á tímum hárra vaxta.

Þá kynnum við okkur nýja rannsókn á þungamálmum í tíðavörum, sjáum myndir frá hitabylgju í Evrópu og Magnús Hlynur verður í beinni frá skötuveislu um hásumar.

Í Sportpakkanum verður meðal annars rætt við Sveinbjörn Pétursson sem hefur samið við félag í ísraelsku úrvalsdeildinni.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×