Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 13:02 Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sést hér synda í Signu í dag. Getty/Pierre Suu Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Atli Sigurjóns framlengir við KR Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Atli Sigurjóns framlengir við KR Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sjá meira