Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 13:02 Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sést hér synda í Signu í dag. Getty/Pierre Suu Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira