Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í tímabilinu í ár vegna bakmeiðsla en hún heimsótti á dögunum fyrrum æfingafélaga sinn Cole Sager sem var að undirbúa sig fyrir heimsleikana ásamt fleirum. @katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira