Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 12:51 Fjöldi hefur greinst smitaður á Landspítala undanfarið. Vísir/Vilhelm Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira