Búseturétthafar í Grindavík losna undan samningum Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2024 16:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar. í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira