„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2024 22:30 Harry Kane var tekinn snemma af velli í úrslitaleiknum í kvöld. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. „Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira
Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17
Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15