Eftir að það kastaðist til milli manna á síðasta tímabili var Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund og búist var við því að hann myndi ekki leika aftur fyrir félagið undir stjórn Ten Hag.
Sky Sports greinir nú frá því að þeir hafi fundað á Carrington æfingasvæðinu í vikunni og ákveðið að skilja við fyrrum ósætti.
Sancho tók þátt á æfingu liðsins í dag en mun ekki ferðast til Noregs og spila æfingaleik við Rosenborg á mánudaginn. Eftir það mun hann taka fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins og ferðast með til Bandaríkjanna þegar allur hópurinn kemur saman þar í lok mánaðar.
🚨 BREAKING: Jadon Sancho held positive face to face meeting with Erik ten Hag this week and they’ve clarified the situation.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 12, 2024
Both ten Hag and Sancho agreed to draw a line on their disagreement and move on.
Jadon, available for pre-season games.
He’s now back in training. pic.twitter.com/1rWjDsRgse