Áminntur fyrir að hóta að afhjúpa meintan fíknivanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 17:01 Lögmaðurinn var áminntur fyrir að hafa sent tölvupóst á sóknaraðilar þar sem hann hótaði, fyrir hönd umbjóðanda síns, að afhjúpa fíknivanda hennar. Getty Lögmaður hefur verið áminntur og látinn greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa hótað að afhjúpa fíknivanda barnsmóður umbjóðanda síns. Í desember 2023 barst úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun lögmanns konu gegn þeim áminnta vegna tölvupósts sem hinn áminnti sendi á lögmann konunnar fyrir hönd umbjóðanda síns. Konan og umbjóðandi hins áminnta voru í sambúð þar til í september þess sama árs. Konan segir sambúðina hafa einkennst af miklu andlegu ofbeldi af hálfu umbjóðanda varnaraðilans í garð konunnar. Úrskurðurinn var kveðinn upp fimmtudaginn 27. júní síðastliðinn. Ljóst að hún geti ekki umgengst börnin sín Í kjölfar sambúðarslitanna flutti umbjóðandi hins áminnta út af heimilinu og sömdu aðilar sín á milli um umgengni barna þeirra tveggja á meðan gengið væri frá fjárskiptum og samkomulagi um umgengni. Þann 24. september 2023 barst konunni tölvupóst með tillögu að samkomulagi um sambúðarslit. Í honum er lagt til að verðmæti sameiginlegrar fasteignar þeirra verði skipt jafnt á milli þeirra og svo að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili hjá umbjóðanda hins áminnta. Hins vegar var það lagt til að umgengni konunnar við börnin hefjist eftir að hún hafi lokið vímuefnameðferð. „Ef ekki sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann að óska eftir breytingu á forsjá barnanna hjá sýslumanni þar sem hann mun fara fram á fulla forsjá. Það þarf vart að taka það fram að umbjóðandi minn er þá nauðbeygður til að leggja fram þau gögn sem hann hefur undir höndum varðandi vímuefnavanda þinn, svo sem hljóðupptökur, útprentanir af heilsuveru og frá apótekum,“ segir í tölvupóstinum „Þá sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann til að tryggja öryggi barnanna en að tilkynna málið til barnaverndarþjónustu Reykjavíkur og einnig á vinnustað þinn, enda ljóst að ekki er verjandi að þú umgangist börnin né annist um sjúklinga á vinnustað þínum í núverandi ástandi,“ segir jafnframt. Ummælin síst til þess fallinn að finna lausn Konan segir í kvörtuninni að hinn áminnti hafi vakið upp ótta hjá henni og komið henni í uppnám og verið síst til þess fallinn að finna lausn fyrir umbjóðanda hans. Þvert á móti hafi hann valdið enn meira fjaðrafoki en var fyrir. Hinn áminnti segir umbjóðanda sinn hafa sýnt sér hljóð- og myndbandsupptökur sem og útprentanir af heilsuveru sem hafi stutt fullyrðingar umbjóðanans um vímuefnavanda konunnar. Síðar hafi komið í ljós að ásakanirnar hafi ekki verið úr lausu lofti gripnar enda hafi Landlæknir fellt niður starfsleyfi konunnar í kjölfar ábendingar umbjóðanda varnaraðila. Konan segir þó í viðbótargreinargerð sinni að það sé rangt að hún hafi nokkurn tímann verið svipt starfsleyfi sínu sem læknir vegna vímuefnavanda. Hún hafi einu sinni lagt sjálf inn lækningaleyfi sitt og verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem viðbótargreinargerðin var rituð en stefndi á að hefja störf að nýju í byrjun febrúar 2024. Ótilhlýðileg þvingun Úrskurðarnefndin vísar til 35. greinar siðareglna lögmanna þar sem fram kemur að lögmaður megi ekki til framdráttar málum skjólstæðings síns beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum en það telst meðal annars ótilhlýðilegt að kæra eða hóta gangaðilar kæru um atferli sem óviðkomandi er máli skjólstæðings eða hóta uppljóstrun slíks athæfis sem getur valdið hneykslisspjöllum. „Að teknu tilliti til hagsmuna umbjóðanda varnaraðila, alvarleika þeirra ásakana sem settar voru fram í garð sóknaraðila, yfirlýsts tilgangs erindisins og þess skamma frests sem sóknaraðila var veittur til svars, er það mat nefndarinnar að varnaraðili hafi ekki sýnt sóknaraðila þá virðingu og tillitssemi sem honum bar skv. 34. gr. siðareglna lögmanna í erindi sínu til sóknaraðila,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Þar kemur fram að nefndin teldi að ummæli í niðurlagi bréfsins hafi verið sett fram í þeim tilgangi að þvinga sóknaraðilar til að samþykkja tillögur varnaraðila fyrir hönd umbjóðanda síns. „Að mati nefndarinnar fólst í ummælunum ótilhlýðileg þvingun í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna,“ segir þá. Eftir úrslitum málsins var fallist á kröfu sóknaraðila um málskostnað úr hendi varnaraðila. Hann taldist hæfilega ákveðinn að fjárhæð 150 þúsund króna að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þá var lögmaðurinn einnig áminntur fyrir brot á siðareglum lögmanna. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Lögmennska Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Í desember 2023 barst úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun lögmanns konu gegn þeim áminnta vegna tölvupósts sem hinn áminnti sendi á lögmann konunnar fyrir hönd umbjóðanda síns. Konan og umbjóðandi hins áminnta voru í sambúð þar til í september þess sama árs. Konan segir sambúðina hafa einkennst af miklu andlegu ofbeldi af hálfu umbjóðanda varnaraðilans í garð konunnar. Úrskurðurinn var kveðinn upp fimmtudaginn 27. júní síðastliðinn. Ljóst að hún geti ekki umgengst börnin sín Í kjölfar sambúðarslitanna flutti umbjóðandi hins áminnta út af heimilinu og sömdu aðilar sín á milli um umgengni barna þeirra tveggja á meðan gengið væri frá fjárskiptum og samkomulagi um umgengni. Þann 24. september 2023 barst konunni tölvupóst með tillögu að samkomulagi um sambúðarslit. Í honum er lagt til að verðmæti sameiginlegrar fasteignar þeirra verði skipt jafnt á milli þeirra og svo að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili hjá umbjóðanda hins áminnta. Hins vegar var það lagt til að umgengni konunnar við börnin hefjist eftir að hún hafi lokið vímuefnameðferð. „Ef ekki sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann að óska eftir breytingu á forsjá barnanna hjá sýslumanni þar sem hann mun fara fram á fulla forsjá. Það þarf vart að taka það fram að umbjóðandi minn er þá nauðbeygður til að leggja fram þau gögn sem hann hefur undir höndum varðandi vímuefnavanda þinn, svo sem hljóðupptökur, útprentanir af heilsuveru og frá apótekum,“ segir í tölvupóstinum „Þá sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann til að tryggja öryggi barnanna en að tilkynna málið til barnaverndarþjónustu Reykjavíkur og einnig á vinnustað þinn, enda ljóst að ekki er verjandi að þú umgangist börnin né annist um sjúklinga á vinnustað þínum í núverandi ástandi,“ segir jafnframt. Ummælin síst til þess fallinn að finna lausn Konan segir í kvörtuninni að hinn áminnti hafi vakið upp ótta hjá henni og komið henni í uppnám og verið síst til þess fallinn að finna lausn fyrir umbjóðanda hans. Þvert á móti hafi hann valdið enn meira fjaðrafoki en var fyrir. Hinn áminnti segir umbjóðanda sinn hafa sýnt sér hljóð- og myndbandsupptökur sem og útprentanir af heilsuveru sem hafi stutt fullyrðingar umbjóðanans um vímuefnavanda konunnar. Síðar hafi komið í ljós að ásakanirnar hafi ekki verið úr lausu lofti gripnar enda hafi Landlæknir fellt niður starfsleyfi konunnar í kjölfar ábendingar umbjóðanda varnaraðila. Konan segir þó í viðbótargreinargerð sinni að það sé rangt að hún hafi nokkurn tímann verið svipt starfsleyfi sínu sem læknir vegna vímuefnavanda. Hún hafi einu sinni lagt sjálf inn lækningaleyfi sitt og verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem viðbótargreinargerðin var rituð en stefndi á að hefja störf að nýju í byrjun febrúar 2024. Ótilhlýðileg þvingun Úrskurðarnefndin vísar til 35. greinar siðareglna lögmanna þar sem fram kemur að lögmaður megi ekki til framdráttar málum skjólstæðings síns beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum en það telst meðal annars ótilhlýðilegt að kæra eða hóta gangaðilar kæru um atferli sem óviðkomandi er máli skjólstæðings eða hóta uppljóstrun slíks athæfis sem getur valdið hneykslisspjöllum. „Að teknu tilliti til hagsmuna umbjóðanda varnaraðila, alvarleika þeirra ásakana sem settar voru fram í garð sóknaraðila, yfirlýsts tilgangs erindisins og þess skamma frests sem sóknaraðila var veittur til svars, er það mat nefndarinnar að varnaraðili hafi ekki sýnt sóknaraðila þá virðingu og tillitssemi sem honum bar skv. 34. gr. siðareglna lögmanna í erindi sínu til sóknaraðila,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Þar kemur fram að nefndin teldi að ummæli í niðurlagi bréfsins hafi verið sett fram í þeim tilgangi að þvinga sóknaraðilar til að samþykkja tillögur varnaraðila fyrir hönd umbjóðanda síns. „Að mati nefndarinnar fólst í ummælunum ótilhlýðileg þvingun í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna,“ segir þá. Eftir úrslitum málsins var fallist á kröfu sóknaraðila um málskostnað úr hendi varnaraðila. Hann taldist hæfilega ákveðinn að fjárhæð 150 þúsund króna að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þá var lögmaðurinn einnig áminntur fyrir brot á siðareglum lögmanna. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Lögmennska Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira