Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 12:06 Stjörnu-Sævar fór yfir spennandi rannsóknarverkefni sem má sjá á sveimi yfir Íslandi í formi loftbelgs. Vísir/Samsett Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi. Vísindi Geimurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira