UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:10 Úr leik gærkvöldsins, sem lauk með 2-2 jafntefli. Vísir/Anton Brink Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð. UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð.
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira