Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 11:08 Skipverjarnir tveir Eduard Dektyarev og Alexander Vasilyev ásamt verjanda annars þeirra Halldóru Aðalsteinsdóttur. Vísir/Ívar Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður. Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður.
Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira