Úrval einhleypra bænda á „Bænder“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 22:03 Einhleypir bændur tóku sig til og auglýstu eftir mökum í Bændablaði dagsins. Skjáskot/Bændablaðið Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder. „Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag. Tinder Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag.
Tinder Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira