Úrval einhleypra bænda á „Bænder“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 22:03 Einhleypir bændur tóku sig til og auglýstu eftir mökum í Bændablaði dagsins. Skjáskot/Bændablaðið Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder. „Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag. Tinder Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag.
Tinder Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira