Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 16:30 Haukur segir Þórarinn Inga augljóslega hafa brotið siðareglur Alþingis en svo sé spurning hvort slík brot hafi einhverjar afleiðingar? vísir/vilhelm/aðsend Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. Haukur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segir breytinguna líklega til að hafa áhrif á skattskýrslu Þórarins Inga og líklega til að auka eignarhlut hans í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þetta mun hafa legið ljóst fyrir þegar búvörulögin voru samþykkt, það er að Þórarinn Ingi hafi sinnt hagsmunaskráningu sinni. „Komið hefur fram – og er haft eftir fjármálaráðherra – að nóg sé að upplýsa um hagsmuni sína varðandi þingmál, þeir kalli ekki á nokkrar aðgerðir. Það er rangt,“ segir Haukur og nefnir til stuðnings því áliti sínu Hæfisreglur stjórnsýslulaga eftir Pál Hreinsson, sem kallar þetta „að hafa siðferðilegra hagsmuna að gæta“ (bls. 551). Augljóst brot gegn siðareglum Að sögn Hauks hafa almennar hæfisreglur ekki borist til Alþingis þannig að ekki virðir þingið þær í störfum sínum. „Alþingi hefur eina „hæfisreglu“ sem er í 78. gr. þingskaparlaga og bannar þingmönnum að „greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.“ Þeir mega sem sagt taka þátt í meðferð málsins, takmörkunin er aðeins varðandi atkvæðagreiðsluna.“ Haukur segir ljóst að Þórarinn Ingi brjóti þá hæfisreglu augljóslega ekki. Og því verði ekki séð að hann fremji lögbrot með þátttöku sinni í meðferð búvörulaganna eða við atkvæðagreiðsluna. En hitt er að Alþingi hefur sett sér siðareglur. „Þær brýtur formaðurinn hins vegar augljóslega,“ segir Haukur og bendir sérstaklega á fimmtu grein þar sem segir að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinninga fyrir sig eða aðra.“ Þórarinn Ingi hafi jafnframt „frumkvæðisskyldu“ sem varðar hagsmunaárekstra sína þar sem segir að þingmenn eigi að „efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi.“ Áfellisdómur kann að hafa víðtæk áhrif á þingmann Haukur segir Alþingi hafa þær skyldur að taka ásakanir sem berast og varða 5. grein siðareglnanna til sérstakrar athugunar. Forsætisnefnd eigi að skipa ráðgefandi nefnd sem fjalli um erindi sem þinginu berist og varða siðareglur. Í ráðgjafanefndinni eigi þau Ásta R. Jóhannesdóttir (formaður), Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson sæti. Haukur velkist ekki í vafa um hvernig þetta mál fer. Fram til þessa hafi álit siðareglna haft lítil sýnileg áhrif á þingsetu og jafnvel störf þingmanna sem hafa gerst sekir um að brjóta siðareglur. „Í slíku áliti felst þó áfellisdómur, sem kann að hafa víðtækari áhrif á þingmanninn, feril hans og störf og stjórnmálaflokkinn sem hann situr á Alþingi fyrir, en ætla má við yfirborðslega skoðun.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11 Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41 Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Haukur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segir breytinguna líklega til að hafa áhrif á skattskýrslu Þórarins Inga og líklega til að auka eignarhlut hans í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þetta mun hafa legið ljóst fyrir þegar búvörulögin voru samþykkt, það er að Þórarinn Ingi hafi sinnt hagsmunaskráningu sinni. „Komið hefur fram – og er haft eftir fjármálaráðherra – að nóg sé að upplýsa um hagsmuni sína varðandi þingmál, þeir kalli ekki á nokkrar aðgerðir. Það er rangt,“ segir Haukur og nefnir til stuðnings því áliti sínu Hæfisreglur stjórnsýslulaga eftir Pál Hreinsson, sem kallar þetta „að hafa siðferðilegra hagsmuna að gæta“ (bls. 551). Augljóst brot gegn siðareglum Að sögn Hauks hafa almennar hæfisreglur ekki borist til Alþingis þannig að ekki virðir þingið þær í störfum sínum. „Alþingi hefur eina „hæfisreglu“ sem er í 78. gr. þingskaparlaga og bannar þingmönnum að „greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.“ Þeir mega sem sagt taka þátt í meðferð málsins, takmörkunin er aðeins varðandi atkvæðagreiðsluna.“ Haukur segir ljóst að Þórarinn Ingi brjóti þá hæfisreglu augljóslega ekki. Og því verði ekki séð að hann fremji lögbrot með þátttöku sinni í meðferð búvörulaganna eða við atkvæðagreiðsluna. En hitt er að Alþingi hefur sett sér siðareglur. „Þær brýtur formaðurinn hins vegar augljóslega,“ segir Haukur og bendir sérstaklega á fimmtu grein þar sem segir að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinninga fyrir sig eða aðra.“ Þórarinn Ingi hafi jafnframt „frumkvæðisskyldu“ sem varðar hagsmunaárekstra sína þar sem segir að þingmenn eigi að „efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi.“ Áfellisdómur kann að hafa víðtæk áhrif á þingmann Haukur segir Alþingi hafa þær skyldur að taka ásakanir sem berast og varða 5. grein siðareglnanna til sérstakrar athugunar. Forsætisnefnd eigi að skipa ráðgefandi nefnd sem fjalli um erindi sem þinginu berist og varða siðareglur. Í ráðgjafanefndinni eigi þau Ásta R. Jóhannesdóttir (formaður), Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson sæti. Haukur velkist ekki í vafa um hvernig þetta mál fer. Fram til þessa hafi álit siðareglna haft lítil sýnileg áhrif á þingsetu og jafnvel störf þingmanna sem hafa gerst sekir um að brjóta siðareglur. „Í slíku áliti felst þó áfellisdómur, sem kann að hafa víðtækari áhrif á þingmanninn, feril hans og störf og stjórnmálaflokkinn sem hann situr á Alþingi fyrir, en ætla má við yfirborðslega skoðun.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11 Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41 Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11
Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41
Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent