Innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga: „Þetta er þvílíkt mannvirki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júlí 2024 08:01 Rúnar Ingi Erlingsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur á næsta tímabili. Vísir/bjarni Njarðvíkingar bíða spenntir eftir því að taka nýtt íþróttahús í notkun en framkvæmdir eru á lokametrunum suður með sjó. Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira